„Ef menn eru að henda sér niður trekk í trekk þá á að gefa spjald“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:29 Heimir á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að það hafi verið þungt að þurfa að kyngja 3-0 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. „Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
„Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira