„Ef menn eru að henda sér niður trekk í trekk þá á að gefa spjald“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:29 Heimir á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að það hafi verið þungt að þurfa að kyngja 3-0 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. „Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
„Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira