Kvíðir vetrinum vegna alvarlegs lyfjaskorts Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 20:02 Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ónæmis- og ofnæmislæknir. Vísir/Ívar fannar Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur. Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira