Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 08:22 Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, heimsótti Siglufjörð í gær og fundaði með bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra um ástand Siglufjarðarvegar. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“. Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“.
Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20
Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08