Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 16:18 Frá eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur. vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira