Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:49 Evan Ferguson, framherji Brighton, er á meðal leikmanna í írska hópnum hans Heimis Hallgrímssonar. Getty/Tim Clayton Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar). Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira