Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 11:59 Ástandið á hjúkrunarheimilum er ósjálfbært að sögn formanns Eflingar vegna mönnunarvanda. Álag og streita starfsfólk aukist sífellt sem aftur leiði til veikinda og kulnunar. vísir/vilhelm Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig. Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira