Alsæl með meiri svefn: „Þessi hálftími gerir mjög mikið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Þau Vésteinn, Katla og steinunn eru glöð með breytinguna og finna mun á sér að geta sofið aðeins lengur á morgnanna. Vísir/Sigurjón Tíundu bekkingar í Hagaskóla hoppa hæð sína yfir að fá nú að sofa hálftíma lengur eftir breytingu hjá Reykjavíkurborg. Svefnsérfræðingur bindur vonir við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir. Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir.
Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07
Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?