Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:58 Um sextíu björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Vísi/Vilhelm Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. „Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“ Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira