Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:58 Um sextíu björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Vísi/Vilhelm Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. „Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“ Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira