Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 13:01 Brúðkaupið varði í þrjá daga og einkenndist af miklum munaði og glæsilegheitum. Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. „Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl. Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl.
Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira