Hann segir hefðbundna rannsóknarvinnu hafa verið unna í dag svo sem yfirheyrslur og gagnasöfnun. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir stungumanninum en það mun koma í ljós seinna í kvöld.
Hvorki stungumaðurinn né fórnarlömb hans hafa náð átján ára aldri en stungumaðurinn er þó á sakhæfisaldri.
Fram hefur komið að þrír séu með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í nótt þar sem hníf var beitt. Hin særðu voru flutt á bráðamóttöku og var hinn grunaði handtekinn á heimili sínu seinna um nóttina.
Stúlkan gekkst undir aðgerð í nótt en ástand hennar er enn ekki stöðugt.