Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 15:05 Árásin átti sér stað á Skúlagötu laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vísir/Ívar Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“ Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira