Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 14:43 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira