Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 12:01 Reykjavíkurborg/Vilhelm Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“ Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira