Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 12:01 Reykjavíkurborg/Vilhelm Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“ Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira