Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 08:23 Menningarnótt var annasömu hjá lögreglu. Myndin er úr safni. Vísir Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira