Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 15:52 Lögreglan biðlar til vegfarenda að sýna lögreglumönnum og björgunarsveitarfólki tillitsemi. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21