Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 11:42 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt vegna aurskriðu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “ Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “
Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira