„Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2024 15:03 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar „Enn einn – en þó einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið birtist í morgun. Tilefnið ætti að vera ánægjuefni. Óvissunni hefur verið eytt um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með undirritun í gær. Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði – eignar mér greinilega heiðurinn af þessum tíðindum - en textinn er hlaðinn óbótaskömmum í minn garð.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, í færslu á Facebook um leiðara sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem orlofsgreiðslur til Dags frá Reykjavík vegna starfsloka hans sem borgarstjóra eru gagnrýndar. „Fáir lesa leiðara-rausið í Mogga“ Áður hefur verið greint frá því að bæta þurfti 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði vegna borgarstjóraskipta. 10 milljónir af því voru vegna orlofs Dags. „Á að hlæja eða gráta? Ég veit að fáir lesa leiðara-rausið í Mogga. En ég þurfti að lesa tvisvar í morgun til að fullvissa mig um að upphafsorðin væru sannarlega: „Yfirgengilega orlofssugan Dagur B. Eggertsson“.“ Beinlínis rangur og villandi flutningur Dagur fagnar þá frétt Ríkisútvarpsins um málið þar sem kemur fram að það sé ekki einsdæmi að sveitarfélög greiði út ótekið orlof þegar að sveitarstjóri lætur af störfum og að fordæmi séu um margra milljón króna orlofsuppgjör við starfslok. Hann segir ekki stein yfir steini í umfjöllun Morgunblaðsins. „Farið er að sömu reglum varðandi orlofsuppgjör alls staðar, uppgjörin eru sambærileg í alla staði og fréttaflutningur blaðsins um að orlof mitt hafi verið „einstakt“ er beinlínis rangur og villandi. Morgunblaðið og mbl.is sögðu fréttina svona: „Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga.“ Frétt Rúv dregur fram að það alrangt“ Dagur ítrekar þó að það sé sjálfsagt að fjalla um launakjör og orlofsmál. Hann hefur áður tekið fram að hann skilji gagnrýni á háa orlofsgreiðslu. Sakar blaðið um að leyna upplýsingum vísvitandi „Fréttir Morgunblaðsins undanfarna daga eru ekki blaðamennska til að koma réttum upplýsingum á framfæri heldur hluti af herferð. Hún er ekki ný og takmarkast ekki við skammir í minn garð en hefur versnað og orðið svæsnari undanfarna mánuði og misseri.“ Hann sakar þá jafnframt fjölmiðilinn um að hafa vitað betur frá upphafi og að blaðið leyni því vísvitandi að sambærileg mál hafi komið upp undanfarin ár. „Mogginn hefur fullyrt að ég hafi fengið greitt orlof tíu ár aftur í tímann. Það er alrangt. Það er vissulega verið að gera upp eftir tíu ár í embætti en eins og gögn málsins bera með sér voru fluttir 48 orlofsdagar frá fyrri árum. Orlofsréttur hvers árs eru 30 dagar þannig að þetta er eitt og hálft ár aftur í tímann en ekki tíu. Orlofsréttur fyrstu átta og hálfa ársins hefur verið fullnýttur. Mjög svipaða sögu er að segja af öðrum bæjarstjórum, skv. frétt RÚV.“ Enga von um að fréttir verði leiðréttar Hann gagnrýnir það að engar fréttir Morgunblaðsins hafi verið leiðréttar síðan að hið sanna kom í ljós. Hann tekur þó fram að hann geri sér engar vonir um það að blaðið aðhafist nokkuð í málinu. Hann bætir þá við að uppnefni eigi ekki heima í opinberri umræðu að sínu mati. „Fréttir Morgunblaðsins síðustu daga og vinnubrögðin þeim að baki undirstrika einnig að það er mikilvægt að aðrir fjölmiðlar og almenningur átti sig á því að þetta gamla blað er breytt. Það er ekki hægt að taka upp eða vísa í umfjöllun blaðsins um mál sem tengjast pólitík eða þjóðmálum án þess að gera sjálfstæða athugun á heimildum eða efnisatriðum. Því miður eru líkur á að þetta muni frekar versna en batna nú í aðdraganda þingkosninga.“ Dagur bætir við að lokum að hann finni til með fagfólkinu sem starfar hjá blaðinu sem sé sannarlega fjölmargt. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði – eignar mér greinilega heiðurinn af þessum tíðindum - en textinn er hlaðinn óbótaskömmum í minn garð.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, í færslu á Facebook um leiðara sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem orlofsgreiðslur til Dags frá Reykjavík vegna starfsloka hans sem borgarstjóra eru gagnrýndar. „Fáir lesa leiðara-rausið í Mogga“ Áður hefur verið greint frá því að bæta þurfti 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði vegna borgarstjóraskipta. 10 milljónir af því voru vegna orlofs Dags. „Á að hlæja eða gráta? Ég veit að fáir lesa leiðara-rausið í Mogga. En ég þurfti að lesa tvisvar í morgun til að fullvissa mig um að upphafsorðin væru sannarlega: „Yfirgengilega orlofssugan Dagur B. Eggertsson“.“ Beinlínis rangur og villandi flutningur Dagur fagnar þá frétt Ríkisútvarpsins um málið þar sem kemur fram að það sé ekki einsdæmi að sveitarfélög greiði út ótekið orlof þegar að sveitarstjóri lætur af störfum og að fordæmi séu um margra milljón króna orlofsuppgjör við starfslok. Hann segir ekki stein yfir steini í umfjöllun Morgunblaðsins. „Farið er að sömu reglum varðandi orlofsuppgjör alls staðar, uppgjörin eru sambærileg í alla staði og fréttaflutningur blaðsins um að orlof mitt hafi verið „einstakt“ er beinlínis rangur og villandi. Morgunblaðið og mbl.is sögðu fréttina svona: „Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga.“ Frétt Rúv dregur fram að það alrangt“ Dagur ítrekar þó að það sé sjálfsagt að fjalla um launakjör og orlofsmál. Hann hefur áður tekið fram að hann skilji gagnrýni á háa orlofsgreiðslu. Sakar blaðið um að leyna upplýsingum vísvitandi „Fréttir Morgunblaðsins undanfarna daga eru ekki blaðamennska til að koma réttum upplýsingum á framfæri heldur hluti af herferð. Hún er ekki ný og takmarkast ekki við skammir í minn garð en hefur versnað og orðið svæsnari undanfarna mánuði og misseri.“ Hann sakar þá jafnframt fjölmiðilinn um að hafa vitað betur frá upphafi og að blaðið leyni því vísvitandi að sambærileg mál hafi komið upp undanfarin ár. „Mogginn hefur fullyrt að ég hafi fengið greitt orlof tíu ár aftur í tímann. Það er alrangt. Það er vissulega verið að gera upp eftir tíu ár í embætti en eins og gögn málsins bera með sér voru fluttir 48 orlofsdagar frá fyrri árum. Orlofsréttur hvers árs eru 30 dagar þannig að þetta er eitt og hálft ár aftur í tímann en ekki tíu. Orlofsréttur fyrstu átta og hálfa ársins hefur verið fullnýttur. Mjög svipaða sögu er að segja af öðrum bæjarstjórum, skv. frétt RÚV.“ Enga von um að fréttir verði leiðréttar Hann gagnrýnir það að engar fréttir Morgunblaðsins hafi verið leiðréttar síðan að hið sanna kom í ljós. Hann tekur þó fram að hann geri sér engar vonir um það að blaðið aðhafist nokkuð í málinu. Hann bætir þá við að uppnefni eigi ekki heima í opinberri umræðu að sínu mati. „Fréttir Morgunblaðsins síðustu daga og vinnubrögðin þeim að baki undirstrika einnig að það er mikilvægt að aðrir fjölmiðlar og almenningur átti sig á því að þetta gamla blað er breytt. Það er ekki hægt að taka upp eða vísa í umfjöllun blaðsins um mál sem tengjast pólitík eða þjóðmálum án þess að gera sjálfstæða athugun á heimildum eða efnisatriðum. Því miður eru líkur á að þetta muni frekar versna en batna nú í aðdraganda þingkosninga.“ Dagur bætir við að lokum að hann finni til með fagfólkinu sem starfar hjá blaðinu sem sé sannarlega fjölmargt.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira