Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 10:52 Sólveig Anna telur að Dagur njóti kjara sem borgin vill ekki að almennir starfsmenn fái. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær. Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær.
Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira