Kolbeinn skrifaði undir þriggja ára samning við Utrecht með möguleika á árs framlengingu.
📢 𝒦𝑜𝓁𝒷𝑒𝒾𝓃𝓃 = 𝐔𝐔𝐔𝐔𝐔! ❤️🤍
— FC Utrecht (@fcutrecht) August 21, 2024
✍️ International 𝗞𝗼𝗹𝗯𝗲𝗶𝗻𝗻 𝗙𝗶𝗻𝗻𝘀𝘀𝗼𝗻 naar FC Utrecht.
Tipsbladet danska greinir frá því að Lyngby hafi einnig samþykkt tilboð Holsten Kiel í Kolbein en hann hafi valið hollenska liðið. Bæði tilboðin hljóðuðu upp á fimm hundruð þúsund evrur, eða 76 milljónir íslenskra króna.
Kolbeinn, sem verður 25 ára á sunnudaginn, gekk í raðir Lyngby frá Borussia Dortmund í byrjun síðasta árs. Hann lék 49 leiki fyrir Lyngby og skoraði þrjú mörk. Kolbeinn hefur einnig verið á mála hjá Fylki, Groningen og Brentford.
Kolbeinn, sem leikur jafnan sem vinstri bakvörður, hefur leikið tólf leiki fyrir A-landslið Íslands.
Næsti leikur Utrecht er gegn NAC Breda á laugardaginn. Utrecht er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í hollensku úrvalsdeildinni.