Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 22:06 Ráðherra boðaði í dag miklar breytingar á námsgagnakerfinu. Vísir/Arnar Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann. Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann.
Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira