Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:16 Hér má sjá álftarungann með foreldrum sínum í vor. Vísir/Jóhann Óli Hilmarsson Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“ Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“
Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira