Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 15:42 Frá vettvangi árekstursins í Þverholti í Mosfellsbæ. Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög. Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Sjá meira
Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.
Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Sjá meira