Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. ágúst 2024 09:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals í Bestu deild kvenna og starfar samhliða því sem næringarfræðingur hjá Heil Heilsumiðstöð. vísir / ívar Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sjá meira
Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sjá meira