Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2024 17:08 Ásmundur Einar er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03