Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2024 17:08 Ásmundur Einar er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03