Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2024 17:08 Ásmundur Einar er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03