Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 15:03 Ragnar lagði orð í belg í umræðunni um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum. Vísir/Getty „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu. Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira