Hundurinn í hættu eftir að súkkulaði var sett inn um lúguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2024 10:01 Hundur Jóns Bergs, Berlín, komst í súkkulaði frá tryggingarfélaginu Verði Vísir Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti. Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“ Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“
Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira