Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 15:03 Ragnar lagði orð í belg í umræðunni um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum. Vísir/Getty „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu. Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira