Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 21:49 Aðkoman var ekki góð þegar Skæringur kom heim til sín eftir Þjóðhátíð. Vísir Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. „Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
„Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent