Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. ágúst 2024 13:23 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni. Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni.
Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira