Veislan tekin af dagskrá FM957 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 18:13 Gústi B og Patrik tróðu upp á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð um liðna helgi. Stemmningin var að sögn gesta svakaleg og Patrik reif sig úr að ofan venju samkvæmt. Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira