„Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:35 Björn segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Vísir/Vilhelm Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44
Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59
Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41