Umboðsmaður barna krefst svara um nýtt námsmat Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 13:27 Ásmundur Einar Daðason er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti. Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44