Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðarviðbragð landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 19:28 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Vísir/Bjarni Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika. Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir. Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir.
Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05
Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02
Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42