Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. ágúst 2024 23:15 Trump fór mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann ætlar ekki að mæta í kappræður sem hann hafði áður samþykkt. getty Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna