Gamla lið Guðnýjar og Berglindar styður vel við ófrískar fótboltakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með AC Milan þegar hún lék þar árið 2020. GETTY/Emilio Andreoli Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur tekið forystu í fótboltaheiminum þegar kemur að standa fast að baki leikmanna sinna þegar þær verða ófrískar. AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Ítalski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Ítalski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira