Gamla lið Guðnýjar og Berglindar styður vel við ófrískar fótboltakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með AC Milan þegar hún lék þar árið 2020. GETTY/Emilio Andreoli Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur tekið forystu í fótboltaheiminum þegar kemur að standa fast að baki leikmanna sinna þegar þær verða ófrískar. AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Ítalski boltinn Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Sjá meira
AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Ítalski boltinn Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Sjá meira