Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2024 16:07 Flugvél Eriks Nelsons lenti á Mikleyjarál í Hornafirði þann 2. ágúst 1924 klukkan 18:37 eftir átta stunda flug frá Skotlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem flugvél var flogið yfir hafið til Íslands. Höfundur ókunnur/Flugsafn Íslands, Íslenska flugsögufélagið Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. Flugvélin New Orleans lent á Mikleyjarál.Höfundur ókunnur/Hornafjarðarflugvöllur Erik Nelson ásamt vélamanninum John Harding flaug frá Kirkwall á Orkneyjum og lenti sjóflugvél sinni „New Orleans" við Höfn í Hornafirði klukkan 18:37 eftir um átta klukkustunda flug. Daginn eftir tókst annari flugvél úr leiðangrinum, sem bar nafnið „Chicago", einnig að ná til Hornafjarðar. Þann 5. ágúst var þeim báðum flogið til Reykjavíkur og tók flugið frá Höfn um fimm klukkustundir. Þetta telst einn merkasti atburður íslenskrar flugsögu. Fimm árum áður hafði flugvél í fyrsta sinn verið flogið á Íslandi, þann 3. september 1919, þegar flugvél af gerðinni Avro 504K hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Sú flugvél hafði verið flutt til landsins með skipi á vegum Flugfélags Íslands, þess fyrsta sem bar það nafn, en var árið eftir send úr landi þegar ekki fékkst stuðningur til frekari tilrauna með flugstarfsemi. Mikleyjarhúsin. Þar höfðu flugmennirnir aðsetur meðan þeir dvöldu á Hornafirði. Á þökunum voru þeir boðnir velkomnir.Hornafjarðarflugvöllur Flugsafn Íslands á Akureyri minnist hnattflugsins og fyrsta flugsins til Íslands með ýmsum hætti. Þannig er sérstakur viðburður áformaður á safninu í næstu viku þar sem tímamótanna verður minnst. Þegar flugvélarnar áðu í Reykjavík í ágústmánuði 1924 var skipt um loftskrúfur þeirra beggja. Skrúfurnar varðveittust báðar hérlendis og er önnur í vörslu Borgarsögusafns Reykjavíkur en hin hjá Þjóðminjasafni Íslands. Loftskrúfan úr flugvél Nelsons er núna til sýnis á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli. Skrúfan er varðveitt á Þjóðminjasafni ÍslandsFlugsafn Íslands, Akureyri Flugsafn Íslands hefur núna fengið að láni frá Þjóðminjasafninu aðra loftskrúfuna og verður hún til sýnis á safninu fram á næsta vor. Samantekt um hnattflugið sem Þorkell Ágúst Jóhannsson, formaður Arnarins, Hollvinafélags Flugsafns Íslands, ritaði má lesa hér á heimasíðu Flugsafnsins. Önnur flugvélin af tveimur að koma inn til lendingar á Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst árið 1924. Þetta var fyrsta millilandaflugið til Íslands en vélarnar lentu fyrst á Hornafirði.Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Í grein Þorkels kemur fram að í Reykjavík hafi múgur og margmenni beðið komu flugvélanna með borgarstjórann Knud Zimsen í broddi fylkingar. „Var talað um að mannfjöldinn jafnaðist á við konungskomu enda um stórviðburð að ræða." Sjóflugvélin New Orleans dregin upp á steinbryggjuna í Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst 1924. Flugmaður hennar var Erik H. Nelson og honum til aðstoðar John Harding.Jón Jónsson frá Þjórsárholti/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist aldarafmælis þessara tímamóta í samgöngusögu Íslands fyrr á árinu með fyrirlestri Leifs Reynissonar sagnfræðings. Leifur sagði þar að þessum viðburði hefði lítið verið hampað í sögubókum en full ástæða væri til að draga þetta fram nú þegar hundrað ár væru liðin. „Árið 1924 var þetta stórviðburður. Því að það var flogið um haf langa vegalengd. Og við vorum hluti af heimsviðburði,” sagði Leifur í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Fréttir af flugi Sveitarfélagið Hornafjörður Söfn Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. 7. maí 2024 22:34 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Flugvélin New Orleans lent á Mikleyjarál.Höfundur ókunnur/Hornafjarðarflugvöllur Erik Nelson ásamt vélamanninum John Harding flaug frá Kirkwall á Orkneyjum og lenti sjóflugvél sinni „New Orleans" við Höfn í Hornafirði klukkan 18:37 eftir um átta klukkustunda flug. Daginn eftir tókst annari flugvél úr leiðangrinum, sem bar nafnið „Chicago", einnig að ná til Hornafjarðar. Þann 5. ágúst var þeim báðum flogið til Reykjavíkur og tók flugið frá Höfn um fimm klukkustundir. Þetta telst einn merkasti atburður íslenskrar flugsögu. Fimm árum áður hafði flugvél í fyrsta sinn verið flogið á Íslandi, þann 3. september 1919, þegar flugvél af gerðinni Avro 504K hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Sú flugvél hafði verið flutt til landsins með skipi á vegum Flugfélags Íslands, þess fyrsta sem bar það nafn, en var árið eftir send úr landi þegar ekki fékkst stuðningur til frekari tilrauna með flugstarfsemi. Mikleyjarhúsin. Þar höfðu flugmennirnir aðsetur meðan þeir dvöldu á Hornafirði. Á þökunum voru þeir boðnir velkomnir.Hornafjarðarflugvöllur Flugsafn Íslands á Akureyri minnist hnattflugsins og fyrsta flugsins til Íslands með ýmsum hætti. Þannig er sérstakur viðburður áformaður á safninu í næstu viku þar sem tímamótanna verður minnst. Þegar flugvélarnar áðu í Reykjavík í ágústmánuði 1924 var skipt um loftskrúfur þeirra beggja. Skrúfurnar varðveittust báðar hérlendis og er önnur í vörslu Borgarsögusafns Reykjavíkur en hin hjá Þjóðminjasafni Íslands. Loftskrúfan úr flugvél Nelsons er núna til sýnis á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli. Skrúfan er varðveitt á Þjóðminjasafni ÍslandsFlugsafn Íslands, Akureyri Flugsafn Íslands hefur núna fengið að láni frá Þjóðminjasafninu aðra loftskrúfuna og verður hún til sýnis á safninu fram á næsta vor. Samantekt um hnattflugið sem Þorkell Ágúst Jóhannsson, formaður Arnarins, Hollvinafélags Flugsafns Íslands, ritaði má lesa hér á heimasíðu Flugsafnsins. Önnur flugvélin af tveimur að koma inn til lendingar á Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst árið 1924. Þetta var fyrsta millilandaflugið til Íslands en vélarnar lentu fyrst á Hornafirði.Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Í grein Þorkels kemur fram að í Reykjavík hafi múgur og margmenni beðið komu flugvélanna með borgarstjórann Knud Zimsen í broddi fylkingar. „Var talað um að mannfjöldinn jafnaðist á við konungskomu enda um stórviðburð að ræða." Sjóflugvélin New Orleans dregin upp á steinbryggjuna í Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst 1924. Flugmaður hennar var Erik H. Nelson og honum til aðstoðar John Harding.Jón Jónsson frá Þjórsárholti/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist aldarafmælis þessara tímamóta í samgöngusögu Íslands fyrr á árinu með fyrirlestri Leifs Reynissonar sagnfræðings. Leifur sagði þar að þessum viðburði hefði lítið verið hampað í sögubókum en full ástæða væri til að draga þetta fram nú þegar hundrað ár væru liðin. „Árið 1924 var þetta stórviðburður. Því að það var flogið um haf langa vegalengd. Og við vorum hluti af heimsviðburði,” sagði Leifur í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Fréttir af flugi Sveitarfélagið Hornafjörður Söfn Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. 7. maí 2024 22:34 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. 7. maí 2024 22:34