Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 11:51 Ri segir stjórnvöld í Norður-Kóreu vongóð um að hægt sé að semja um kjarnorkuáætlun landsins við Trump. Getty/Dong-A Ilbo Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“ Norður-Kórea Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“
Norður-Kórea Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira