Fólk einfaldi matseldina um helgina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 10:50 Jói Fel hefur haft í nógu að snúast. Vísir/Vilhelm Jói Fel bakari og matreiðslumaður með meiru hvetur landsmenn til þess að flækja ekki hlutina að óþörfu þegar kemur að matseldinni og nestisgerð fyrir Verslunarmannahelgina. Hann segir auðvelt að henda peningum í ruslið með að ætla sér um of. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“ Bítið Matur Ferðalög Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“
Bítið Matur Ferðalög Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira