Segist ekki geta ábyrgst öryggi þeirra sem dvelja næturlangt í Grindavík Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 08:40 Uppfært hættumatskort. Veðurstofa Íslands Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann ítrekar meðal annars að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. „Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Svæði með óásættanlegri áhættu er sýnt á meðfylgjandi korti. Svæði austan Víkurbrautar og norðan Austurvegar. Þar dvelji enginn að næturlagi,“ segir í undirstrikuðum og sérstaklega merktum skilaboðum í tilkynningunni. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Þá er einnig undirstrikað að í Grindavík sé talin mjög mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gasmengun. Gosopnun innan Grindavíkur sé ekki útilokuð. Póstinum fylgir uppfært hættumatskort frá því í gær, sem gildir til 6. ágúst. Hættumatið er óbreytt frá því í síðustu viku. „Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi eru auknar líkur á eldgosi. Aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Jarðskjálftum fer hægt fjölgandi á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt líkanareikningum er talinn vera nægur þrýstingur til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisi. Samhliða jarðskjálftavirkni geta þær upplýsingar bent til þess að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningunni. „Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík. Þannig er möguleiki á að hraun sem kæmi upp úr gosopi norðan varnargarða ofan bæjarins geti leitað ofan í sprungukerfi sunnan Hagafells og leitt hraunstraum inn fyrir bæjarmörkin. Þá er ekki hægt að útiloka að gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Veðurstofunnar.“ Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Svæði með óásættanlegri áhættu er sýnt á meðfylgjandi korti. Svæði austan Víkurbrautar og norðan Austurvegar. Þar dvelji enginn að næturlagi,“ segir í undirstrikuðum og sérstaklega merktum skilaboðum í tilkynningunni. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Þá er einnig undirstrikað að í Grindavík sé talin mjög mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gasmengun. Gosopnun innan Grindavíkur sé ekki útilokuð. Póstinum fylgir uppfært hættumatskort frá því í gær, sem gildir til 6. ágúst. Hættumatið er óbreytt frá því í síðustu viku. „Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi eru auknar líkur á eldgosi. Aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Jarðskjálftum fer hægt fjölgandi á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt líkanareikningum er talinn vera nægur þrýstingur til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisi. Samhliða jarðskjálftavirkni geta þær upplýsingar bent til þess að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningunni. „Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík. Þannig er möguleiki á að hraun sem kæmi upp úr gosopi norðan varnargarða ofan bæjarins geti leitað ofan í sprungukerfi sunnan Hagafells og leitt hraunstraum inn fyrir bæjarmörkin. Þá er ekki hægt að útiloka að gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Veðurstofunnar.“ Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira