Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:09 Sigmundur segir að Helgi hafi með ummælum sínum ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Vísir greindi frá þvi í dag að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli sem hann lét falla um innflytjendur og flóttafólk frá Mið-Austurlöndum, og samtökin Solaris. „Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook fyrr í kvöld. Hann segir Helga hafa ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir og stjórnkerfið sé að miklu leyti sofandi gagnvart. „Ég skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga frá störfum. Það er hlutverk stjórnkerfisins að verja borgarana. Ef stjórnvöld bugast gagnvart valdbeitingu erum við komin í samfélagslegt þrot,“ skrifar Sigmundur jafnframt. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús í samtali við blaðamann Vísis fyrir tæpum tveimur vikum. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að honum hafi borist tölvupóstur í hádeginu þess efnis að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Helgi, sem er í sumarfríi, segist hafa lesið tölvupóstinn um klukkustund eftir að hann var sendur og þá hafi starfsmenn ríkissaksóknara þegar verið upplýstir um þetta. Hann er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún hreinlega valdi starfinu. Miðflokkurinn Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Vísir greindi frá þvi í dag að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli sem hann lét falla um innflytjendur og flóttafólk frá Mið-Austurlöndum, og samtökin Solaris. „Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook fyrr í kvöld. Hann segir Helga hafa ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir og stjórnkerfið sé að miklu leyti sofandi gagnvart. „Ég skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga frá störfum. Það er hlutverk stjórnkerfisins að verja borgarana. Ef stjórnvöld bugast gagnvart valdbeitingu erum við komin í samfélagslegt þrot,“ skrifar Sigmundur jafnframt. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús í samtali við blaðamann Vísis fyrir tæpum tveimur vikum. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að honum hafi borist tölvupóstur í hádeginu þess efnis að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Helgi, sem er í sumarfríi, segist hafa lesið tölvupóstinn um klukkustund eftir að hann var sendur og þá hafi starfsmenn ríkissaksóknara þegar verið upplýstir um þetta. Hann er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún hreinlega valdi starfinu.
Miðflokkurinn Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21