Kortleggja gamlar sundlaugabyggingar um allt land Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júlí 2024 11:23 Gljúfralaug við Grenivík er einstaklega fallegt laugarstæði þétt upp við bakka Gljúfurár. Fornleifastofnun Íslands Fornleifastofnun Íslands hefur í sumar staðið að rannsókn á sundlaugarbyggingum á landsbyggðinni sem reistar voru á fyrri hluta tuttugustu aldar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Hjörleif Stefánsson arkítekt og hófst árið 2020 með heimildakönnun og kortlagningu á laugum um land allt. Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur sagði frá rannsókninni sem hófst formlega með styrk frá Húsafriðunarsjóði á Norðurlandi í sumar. „Við söfnuðum að okkur upplýsingum um þessar laugar og komumst að því að það voru tæplega hundrað. 93 er talan sem við erum að vinna með núna. Við fundum fullt af gömlum ljósmyndum og teikningum og heimildum um þær. Nú erum við að vinna í því að fara og heimsækja þær laugar þar sem voru byggð laugarhús á þessu tímabili sem standa enn þá,“ segir Elín. Mikill meirihluti horfinn Sjónum er sérstaklega beint að laugarhúsum sem byggð voru fram til miðrar aldar en mikil aukning var í byggingu laugarhúsa og sundlauga um land allt milli 1930 til 1950 fyrir tilstilli ungmennafélaganna. Sundlaugarnar voru margar hverjar reistar með fé sem safnað var af ungmennafélaginu á svæðinu og jafnvel reknar í sjálfboðaliðastarfi. Laugar í Reykjadal er elsta yfirbyggða laug landsins byggð 1926. Laugin er í kjallara í austurálmu hússins sem sést vel á miðri mynd. Laugin er á sínum stað en hefur verið teppalögð og er nú nýtt sem leiksvæði fyrir börn af hótelinu sem rekið er á Laugum.Fornleifastofnun Íslands Ástand lauganna er mjög misjafnt og allur gangur á því að sögn Elínar. Gömlu laugarhúsin hafa í sumum tilfellum vikið fyrir nýrri húsum með betri aðstöðu en í mörgum tilfellum hafa húsin hreinlega horfið. Tvær af hverjum þremur laugum hafa ekki staðist tímans tönn. Tækifæri víða Af þeim laugum sem standa enn segir Elín Gljúfralaug við Grenivík standa upp úr. Laugin var gerð árið 1944 alveg við bakka Gljúfurár og raunar svo nálægt bakkanum að Elín segir fólk hafa haft áhyggjur af því að veggurinn brysti og að skolaði börnum út í ána við sundkennslu. En laugin er á ákaflega fallegum stað í gljúfri og gæti vel orðið vinsæll áfangastaður ef gert yrði að aðstöðunni, já og laugin fyllt af vatni. Elín segir sveitarfélagið hafa sýnt því áhuga. „Að þessu öllu saman verður maður svolítill sundlauganörd, dregur fjölskylduna í allar mögulegar laugar. En Gljúfralaugin er alveg stórbrotin. Maður hefur flotta yfirsýn yfir hana þegar maður kemur að henni og hún er svo fallega staðsett.“ Gljúfralaug var reist árið 1944.Fornleifastofnun Íslands Í Kelduhverfi stendur einnig lítið sundlaugarhús en þar er ekkert sundlaugarkar. Við fyrstu sín vekur þetta snjáða hús ekki mikla athygli en það er vegna þess að sundkennslan fór fram í sjálfri Litluá hvers bakka húsið stendur við. Litlar upplýsingar var að fá um húsið eftir hefðbundnum leiðum en rannsóknarhópurinn rakst á mann úr sveitinni sem rakti þeim minningar sínar af lauginni. „Það voru fáar heimildir um hana. Ég fann enga mynd af húsinu og enga teikningu. Þar fundum við dæmigert lítið sundlaugarhús eftir teikningu Bárðar Ísleifssonar. Húsið er við ótrúlega fallegan læk. Þar var kennt sund í læknum og við hittum þarna heimildamann sem sagði okkur að á hverju vori hafi verið hreinsað úr læknum,“ segir Elín. Sund var kennt í Litluá í Kelduhverfi þar til ný laug í Lundi var opnuð. Áin var stífluð og var svo hreinsuð á hverju vori og í henni gerð sundbraut. Við ánna var byggt lítið sundlaugarhús 1946, að öllum líkindum eftir teikningu Bárðar Ísleifssonar/Húsameistara ríkisins. Eftir að hætt var að kenna sund í lauginni gegndi húsið ýmsum hlutverkum, var hænsnakofi og síðar fjárhús.Fornleifastofnun Íslands Það var gert alvöru 25 metra sundbraut og það var stökkpallur út í ána. Þetta litla hús stendur enn þá en það eru auðvitað margir áratugir síðan hægt var að kenna þar. Svo hafði þessu verið breytt í hænsnakofa og fjárhús og byggt við það en húsið var alveg óskemmt innan í,“ segir Elín. Sundskáli Svarfdæla var önnur laug sem stóð Elínu ofarlega í huga. Húsið er elsta stakstæða, yfirbyggða sundlaugarhús landsins. Það byggt 1929 eftir teikningu Sveinbjörns Jónssonar byggingarfræðings og eins og margar af fyrstu laugum landsins var laugin byggð fyrir tilstuðlan ungmennafélaga á svæðinu. Húsið stendur en er þó í takmarkaðri notkun. Sundskáli Svarfdæla er elsta stakstæða, yfirbyggða sundlaugarhús landsins.Fornleifastofnun Íslands Alla skýrslu þeirra Elínar og Hjörleifs sem gerð var við lok heimildaúttektar má skoða með því að smella á hlekkinn hér. Hafi lesendur áhuga á sögu íslenskrar sundlaugamenningar er meiri fróðleik að finna þar. Einfaldleikinn fallegur Elín segir það einkenna sundlaugarhús frá fyrri hluta síðustu aldar hvað húsin voru lágstemmd og hógvær. Byggingarnar voru framan af flest úr timbri en viku svo fyrir steinsteypu þegar leið á öldina. Framan af voru húsin ekki endilega með sturtum í klefunum. „Einfaldleikinn stendur upp og hefur sitt gildi. Það þarf ekki allt að vera flókið til að vera fallegt og þess virði að vernda það,“ segir Elín. Sundlaugar Sund Fornminjar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur sagði frá rannsókninni sem hófst formlega með styrk frá Húsafriðunarsjóði á Norðurlandi í sumar. „Við söfnuðum að okkur upplýsingum um þessar laugar og komumst að því að það voru tæplega hundrað. 93 er talan sem við erum að vinna með núna. Við fundum fullt af gömlum ljósmyndum og teikningum og heimildum um þær. Nú erum við að vinna í því að fara og heimsækja þær laugar þar sem voru byggð laugarhús á þessu tímabili sem standa enn þá,“ segir Elín. Mikill meirihluti horfinn Sjónum er sérstaklega beint að laugarhúsum sem byggð voru fram til miðrar aldar en mikil aukning var í byggingu laugarhúsa og sundlauga um land allt milli 1930 til 1950 fyrir tilstilli ungmennafélaganna. Sundlaugarnar voru margar hverjar reistar með fé sem safnað var af ungmennafélaginu á svæðinu og jafnvel reknar í sjálfboðaliðastarfi. Laugar í Reykjadal er elsta yfirbyggða laug landsins byggð 1926. Laugin er í kjallara í austurálmu hússins sem sést vel á miðri mynd. Laugin er á sínum stað en hefur verið teppalögð og er nú nýtt sem leiksvæði fyrir börn af hótelinu sem rekið er á Laugum.Fornleifastofnun Íslands Ástand lauganna er mjög misjafnt og allur gangur á því að sögn Elínar. Gömlu laugarhúsin hafa í sumum tilfellum vikið fyrir nýrri húsum með betri aðstöðu en í mörgum tilfellum hafa húsin hreinlega horfið. Tvær af hverjum þremur laugum hafa ekki staðist tímans tönn. Tækifæri víða Af þeim laugum sem standa enn segir Elín Gljúfralaug við Grenivík standa upp úr. Laugin var gerð árið 1944 alveg við bakka Gljúfurár og raunar svo nálægt bakkanum að Elín segir fólk hafa haft áhyggjur af því að veggurinn brysti og að skolaði börnum út í ána við sundkennslu. En laugin er á ákaflega fallegum stað í gljúfri og gæti vel orðið vinsæll áfangastaður ef gert yrði að aðstöðunni, já og laugin fyllt af vatni. Elín segir sveitarfélagið hafa sýnt því áhuga. „Að þessu öllu saman verður maður svolítill sundlauganörd, dregur fjölskylduna í allar mögulegar laugar. En Gljúfralaugin er alveg stórbrotin. Maður hefur flotta yfirsýn yfir hana þegar maður kemur að henni og hún er svo fallega staðsett.“ Gljúfralaug var reist árið 1944.Fornleifastofnun Íslands Í Kelduhverfi stendur einnig lítið sundlaugarhús en þar er ekkert sundlaugarkar. Við fyrstu sín vekur þetta snjáða hús ekki mikla athygli en það er vegna þess að sundkennslan fór fram í sjálfri Litluá hvers bakka húsið stendur við. Litlar upplýsingar var að fá um húsið eftir hefðbundnum leiðum en rannsóknarhópurinn rakst á mann úr sveitinni sem rakti þeim minningar sínar af lauginni. „Það voru fáar heimildir um hana. Ég fann enga mynd af húsinu og enga teikningu. Þar fundum við dæmigert lítið sundlaugarhús eftir teikningu Bárðar Ísleifssonar. Húsið er við ótrúlega fallegan læk. Þar var kennt sund í læknum og við hittum þarna heimildamann sem sagði okkur að á hverju vori hafi verið hreinsað úr læknum,“ segir Elín. Sund var kennt í Litluá í Kelduhverfi þar til ný laug í Lundi var opnuð. Áin var stífluð og var svo hreinsuð á hverju vori og í henni gerð sundbraut. Við ánna var byggt lítið sundlaugarhús 1946, að öllum líkindum eftir teikningu Bárðar Ísleifssonar/Húsameistara ríkisins. Eftir að hætt var að kenna sund í lauginni gegndi húsið ýmsum hlutverkum, var hænsnakofi og síðar fjárhús.Fornleifastofnun Íslands Það var gert alvöru 25 metra sundbraut og það var stökkpallur út í ána. Þetta litla hús stendur enn þá en það eru auðvitað margir áratugir síðan hægt var að kenna þar. Svo hafði þessu verið breytt í hænsnakofa og fjárhús og byggt við það en húsið var alveg óskemmt innan í,“ segir Elín. Sundskáli Svarfdæla var önnur laug sem stóð Elínu ofarlega í huga. Húsið er elsta stakstæða, yfirbyggða sundlaugarhús landsins. Það byggt 1929 eftir teikningu Sveinbjörns Jónssonar byggingarfræðings og eins og margar af fyrstu laugum landsins var laugin byggð fyrir tilstuðlan ungmennafélaga á svæðinu. Húsið stendur en er þó í takmarkaðri notkun. Sundskáli Svarfdæla er elsta stakstæða, yfirbyggða sundlaugarhús landsins.Fornleifastofnun Íslands Alla skýrslu þeirra Elínar og Hjörleifs sem gerð var við lok heimildaúttektar má skoða með því að smella á hlekkinn hér. Hafi lesendur áhuga á sögu íslenskrar sundlaugamenningar er meiri fróðleik að finna þar. Einfaldleikinn fallegur Elín segir það einkenna sundlaugarhús frá fyrri hluta síðustu aldar hvað húsin voru lágstemmd og hógvær. Byggingarnar voru framan af flest úr timbri en viku svo fyrir steinsteypu þegar leið á öldina. Framan af voru húsin ekki endilega með sturtum í klefunum. „Einfaldleikinn stendur upp og hefur sitt gildi. Það þarf ekki allt að vera flókið til að vera fallegt og þess virði að vernda það,“ segir Elín.
Sundlaugar Sund Fornminjar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira