Mikið undir í forsetakosningum Venesúela Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 28. júlí 2024 23:04 Gengið var að kjörborðinu í dag. Sitjandi forseti heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. EPA Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í dag. Kjörstöðum átti að loka klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma en standa víða enn opnir vegna þess að enn stendur fólk í röð og bíður eftir að fá að kjósa. Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun. Venesúela Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun.
Venesúela Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira