Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 28. júlí 2024 13:01 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Hlaupið er stærra en hlaupið árið 2011 sem taldist þá óvenjustórt. Sveinbjörn Darri Matthíasson Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09
„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33
Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57