Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 10:59 Íris segir óbreytta bændur ekki hafa efni á malbiki. Vísir/Samsett Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira