Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Fullt nafn?
Emilíana Björk Harðardóttir.
Aldur?
19 ára.
Starf?
Ég starfa sem augnhára- og förðunarfræðingur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Að ég gæti komið mér út fyrir þægindarammann minn.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Hversu uppbyggjandi ferlið er fyrir mann.
Hvaða tungumál talarðu?
Ég tala íslensku og ensku.
Hvað hefur mótað þig mest?
Ætli það sé ekki bara fjölskyldan mín.
Erfiðasta
lífsreynslan hingað til?
Þegar ég var þrettán ára sprakk bottlanginn í ég þurfti að liggja inni á spítala í þrjár vikur.
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stoltust af árangri mínum í vinnuni.
Besta heilræði sem þú hefur fengið?
Að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Elska fisk.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Mamma mín.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Auddi Blö!

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Ég pissaði einu sinn á mig ur hlátri þegar ég var inni í sjoppu.
Hver er þinn helsti ótti?
Draugar.
Hvar sérðu þig í framtíðinni?
Starfandi sem snyrtifræðingur með mína eigin stofu, búin að stofna fjölskyldu með einn hund.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Starships með Nicki Minaj.
Þín mesta gæfa í lífinu?
Mín besta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín.
Uppskrift að drauma degi?
Sól-melóna-súkkulaði
Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.