Engin tilviljun að kaffið bragðaðist „eins og skítur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 20:22 Hundamatur Lamba, hunds Vigdísar, endaði í kaffinu. Gunnlöð/Aðsend/Vigdís Kaffi á heimili foreldra tónlistarkonunnar Vigdísar Hafliðadóttur smakkaðist undarlega. Gömlu kaffivélinni var kennt um og þess vegna var ný vél fengin í staðinn, en þá kom raunverulegi sökudólgurinn í ljós. Hundamatur var búinn að koma sér fyrir með kaffibaununum sem skýrði skrýtna bragðið. Vigdís smakkaði ekki kaffið sjálf, en í samtali við fréttastofu greinir hún frá því sem átti sér stað. Hundur Vígdísar, sem heitir Lambi, var í pössun hjá foreldrunum á dögunum og honum fylgdi hundafóður sem var geymt í plastpoka. Móðir Vigdísar var að koma úr augnaðgerð og sér því illa um þessar mundir. Hún sá kaffibaunir, sem voru í raun hundafóðrið, og bætti þeim við hinar baunirnar. Vigdís hefur birt mynd af blöndunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Athugið að í færslunni eru tvær myndir. Sú fyrri sýnir venjulegar kaffibaunir en sú síðari sýnir kaffibaunir í bland við hundamat. Í gærmorgun fengu foreldrarnir sér kaffibolla. Sá fyrsti mun hafa verið í lagi, en önnur uppáhellingin var ekki góð. En þá hefur hlutfall hundafóðursins verið orðið hærra en í fyrstu. „Þetta er eins og skítur,“ á móðirin að hafa sagt þegar hún smakkaði kaffið og faðirinn svarað: „Já ég veit ekkert um það, ég hef ekki smakkað skít.“ Hundurinn Lambi átti að fá hundamatinn, en í staðinn fengu foreldrarnir hann.Vigdís Kaffivél foreldrana var komin á síðasta snúning og hún lá undir grun. Foreldrarnir keyptu sér því glænýja vél sem breytti litlu. Kaffið var enn ódrykkjarhæft. Þá uppgötvaðist hundamaturinn. „Þau eru samt mjög klárt fólk,“ segir Vigdís foreldrum sínum til varnar. Kaffið er aftur orðið gott að sögn Vigdísar. Foreldrar hennar mæla ekki með því að nota hundafóður til að drýgja kaffi, en sjálf bendir hún á að hundafóður eigi að vera meinholt, uppfullt af fiskipróteini. Dýr Drykkir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Vigdís smakkaði ekki kaffið sjálf, en í samtali við fréttastofu greinir hún frá því sem átti sér stað. Hundur Vígdísar, sem heitir Lambi, var í pössun hjá foreldrunum á dögunum og honum fylgdi hundafóður sem var geymt í plastpoka. Móðir Vigdísar var að koma úr augnaðgerð og sér því illa um þessar mundir. Hún sá kaffibaunir, sem voru í raun hundafóðrið, og bætti þeim við hinar baunirnar. Vigdís hefur birt mynd af blöndunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Athugið að í færslunni eru tvær myndir. Sú fyrri sýnir venjulegar kaffibaunir en sú síðari sýnir kaffibaunir í bland við hundamat. Í gærmorgun fengu foreldrarnir sér kaffibolla. Sá fyrsti mun hafa verið í lagi, en önnur uppáhellingin var ekki góð. En þá hefur hlutfall hundafóðursins verið orðið hærra en í fyrstu. „Þetta er eins og skítur,“ á móðirin að hafa sagt þegar hún smakkaði kaffið og faðirinn svarað: „Já ég veit ekkert um það, ég hef ekki smakkað skít.“ Hundurinn Lambi átti að fá hundamatinn, en í staðinn fengu foreldrarnir hann.Vigdís Kaffivél foreldrana var komin á síðasta snúning og hún lá undir grun. Foreldrarnir keyptu sér því glænýja vél sem breytti litlu. Kaffið var enn ódrykkjarhæft. Þá uppgötvaðist hundamaturinn. „Þau eru samt mjög klárt fólk,“ segir Vigdís foreldrum sínum til varnar. Kaffið er aftur orðið gott að sögn Vigdísar. Foreldrar hennar mæla ekki með því að nota hundafóður til að drýgja kaffi, en sjálf bendir hún á að hundafóður eigi að vera meinholt, uppfullt af fiskipróteini.
Dýr Drykkir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira