Engin tilviljun að kaffið bragðaðist „eins og skítur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 20:22 Hundamatur Lamba, hunds Vigdísar, endaði í kaffinu. Gunnlöð/Aðsend/Vigdís Kaffi á heimili foreldra tónlistarkonunnar Vigdísar Hafliðadóttur smakkaðist undarlega. Gömlu kaffivélinni var kennt um og þess vegna var ný vél fengin í staðinn, en þá kom raunverulegi sökudólgurinn í ljós. Hundamatur var búinn að koma sér fyrir með kaffibaununum sem skýrði skrýtna bragðið. Vigdís smakkaði ekki kaffið sjálf, en í samtali við fréttastofu greinir hún frá því sem átti sér stað. Hundur Vígdísar, sem heitir Lambi, var í pössun hjá foreldrunum á dögunum og honum fylgdi hundafóður sem var geymt í plastpoka. Móðir Vigdísar var að koma úr augnaðgerð og sér því illa um þessar mundir. Hún sá kaffibaunir, sem voru í raun hundafóðrið, og bætti þeim við hinar baunirnar. Vigdís hefur birt mynd af blöndunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Athugið að í færslunni eru tvær myndir. Sú fyrri sýnir venjulegar kaffibaunir en sú síðari sýnir kaffibaunir í bland við hundamat. Í gærmorgun fengu foreldrarnir sér kaffibolla. Sá fyrsti mun hafa verið í lagi, en önnur uppáhellingin var ekki góð. En þá hefur hlutfall hundafóðursins verið orðið hærra en í fyrstu. „Þetta er eins og skítur,“ á móðirin að hafa sagt þegar hún smakkaði kaffið og faðirinn svarað: „Já ég veit ekkert um það, ég hef ekki smakkað skít.“ Hundurinn Lambi átti að fá hundamatinn, en í staðinn fengu foreldrarnir hann.Vigdís Kaffivél foreldrana var komin á síðasta snúning og hún lá undir grun. Foreldrarnir keyptu sér því glænýja vél sem breytti litlu. Kaffið var enn ódrykkjarhæft. Þá uppgötvaðist hundamaturinn. „Þau eru samt mjög klárt fólk,“ segir Vigdís foreldrum sínum til varnar. Kaffið er aftur orðið gott að sögn Vigdísar. Foreldrar hennar mæla ekki með því að nota hundafóður til að drýgja kaffi, en sjálf bendir hún á að hundafóður eigi að vera meinholt, uppfullt af fiskipróteini. Dýr Drykkir Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Vigdís smakkaði ekki kaffið sjálf, en í samtali við fréttastofu greinir hún frá því sem átti sér stað. Hundur Vígdísar, sem heitir Lambi, var í pössun hjá foreldrunum á dögunum og honum fylgdi hundafóður sem var geymt í plastpoka. Móðir Vigdísar var að koma úr augnaðgerð og sér því illa um þessar mundir. Hún sá kaffibaunir, sem voru í raun hundafóðrið, og bætti þeim við hinar baunirnar. Vigdís hefur birt mynd af blöndunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Athugið að í færslunni eru tvær myndir. Sú fyrri sýnir venjulegar kaffibaunir en sú síðari sýnir kaffibaunir í bland við hundamat. Í gærmorgun fengu foreldrarnir sér kaffibolla. Sá fyrsti mun hafa verið í lagi, en önnur uppáhellingin var ekki góð. En þá hefur hlutfall hundafóðursins verið orðið hærra en í fyrstu. „Þetta er eins og skítur,“ á móðirin að hafa sagt þegar hún smakkaði kaffið og faðirinn svarað: „Já ég veit ekkert um það, ég hef ekki smakkað skít.“ Hundurinn Lambi átti að fá hundamatinn, en í staðinn fengu foreldrarnir hann.Vigdís Kaffivél foreldrana var komin á síðasta snúning og hún lá undir grun. Foreldrarnir keyptu sér því glænýja vél sem breytti litlu. Kaffið var enn ódrykkjarhæft. Þá uppgötvaðist hundamaturinn. „Þau eru samt mjög klárt fólk,“ segir Vigdís foreldrum sínum til varnar. Kaffið er aftur orðið gott að sögn Vigdísar. Foreldrar hennar mæla ekki með því að nota hundafóður til að drýgja kaffi, en sjálf bendir hún á að hundafóður eigi að vera meinholt, uppfullt af fiskipróteini.
Dýr Drykkir Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira