Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 11:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06