Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:23 Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. Vísir/Bjarni Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“ Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira