„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hvenær“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 14:43 Ungur maður frá Akureyri hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Hann segist vonast til að lifa biðina af. Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunnars Ingi Valgeirssonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04
„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“